Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns: september 2018

Fyrirsagnalisti

Prýðileg reiðtygi: Glæst reiðver, góður klár

Þriðjudaginn 25. september kl. 12 flytur Sigríður Sigurðardóttir, kennari og sagnfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í fyrirlestrinum fjallar Sigríður um skreytingar á reiðtygjum og um fylgihluti reiðtygjanna. Hún fjallar um þróun reiðtygja, samfélagsleg áhrif þeirra og veltir upp hugmyndum um þægindi og óþægindi reiðbúnaðar. Í Bogasal stendur nú yfir sýningin Prýðileg reiðtygi með úrval skreyttra söðla, söðulreiða og söðuláklæða úr safneign Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira