Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns: nóvember 2020

Fyrirsagnalisti

Fræðamót: Söfn og loftslagsbreytingar. Áskoranir og samfélagslegar skyldur safna

English and Danish version follow

Þjóðminjasafn Íslands og Háskóli Íslands kynna Fræðamót, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2020 kl. 11.00-16.30.
Á málþinginu verður sjónum beint að áhrifum loftlagsbreytinga á safnastarf og þeim áskorunum og tækifærum sem söfn standa frammi fyrir tengdum þessari yfirvofandi vá. Rætt verður hvernig söfn geti tekist á við samfélagslega kröfu um aukna sjálfbærni og jafnframt stuðlað að upplýstri umræðu um loftlagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Málþingið fer að þessu sinni fram gegnum fundarkerfið Teams, en hægt er að taka þátt og hlusta á fyrirlestra með því að smella á meðfylgjandi link. Gestir eru beðnir um að stilla hljóðnema sína á hljóðlaust. 

The National Museum of Iceland and the University of Iceland present the remote conference Interdisciplinary Meeting which will be held on Wednesday 25th of November 2020 at 11.00-16.30. The seminar takes place through the Teams meeting system. 

Lesa meira