Fornleifafræðingar spjalla - Úr mýri í málm

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur ræðir við gesti um vinnslu á járni á Íslandi í tengslum við yfirstandandi sýningu sem nefnist Úr mýri í málm. Hún hefur um árabil stjórnað fornleifauppgreftri í Arnarfirði og stundar meðal annars rannsóknir á járngerðarofnum til forna.

Fram eftir miðöldum unnu Íslendingar járn úr mýrum. Margt hefur gleymst varðandi þetta forna handverk og enn er ekki að fullu ljóst hvernig rauðablásturinn fór fram. Hvernig var mýrarrauðinn unninn? Hvernig voru blástursofnarnir uppbyggðir? Hvernig voru þeir einangraðir og kynntir upp? Hversu gott járn var hægt að vinna úr íslenskum mýrarrauða?

Sýningin Úr mýri í málm er unnin í samstarfi við Hurstwic LLC og Eiríksstaði sem stóðu að tilraunaverkefninu með rauðablástur árið 2019.

Aðgangur ókeypis. Verið öll velkomin.


Menningarnótt