Vígfimi og vopnaburður á víkingaöld

Hvers konar vígfimi og herkænska einkenndi bardaga á Íslandi á víkingaöld? Hvaða eiginleika hafði eitt vopnið fram yfir annað? Hvernig var reitt til höggs? Hvernig var vopnaburður á Íslandi ólíkur þeim skandinavíska? Viðburðurinn er á dagskrá frá kl. 14 - 16 og ókeypis aðgangur. Verið öll velkomin.

Sérfræðingarnir William R. Short og Reynir A. Óskarson frá Hurstwic víkingafélaginu verða á staðnum og spjalla við gesti um nýjustu athuganir sínar á bardagaaðferðum og vopnum víkingaaldar. Myndbönd og skýringarefni verður sýnt á tjaldi á meðan á spjalli stendur. 


Menningarnótt