Fjölskyldustund: Samgöngur og ferðalög fyrr á tímum

Heimsókn í Stofu

Föstudaginn 3. júlí verður gengið um grunnsýninguna með samgöngur í huga. Skoðaður verður skápur í Stofu um samskiptamáta.

Börn og fjölskyldur eru sérstaklega boðin velkomin á safnið í sumar með fjölbreyttri dagskrá undir handleiðslu safnkennara.
Stofa er nýtt könnunar- og leiksvæði fyrir börn og fjölskyldur í Þjóðminjasafninu. Gestum er boðið í heimsókn til að kanna spennandi hluti sem má prófa, föt sem má máta, uppgötva eitthvað nýtt um lífið í gamla daga, hlusta á sögu, spjalla saman, skapa í lista- eða handverkssmiðju, leika og skoða merkilega hluti á sýningum.
Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri.Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.


Sumardagskrá