Fjölskyldustund: Ímyndun eða veruleiki? Þjóðsögur og kynjaskepnur

Á sýningunni Sjónarhornum í Safnahúsinu er saman kominn ótrúlegur fjársjóður merkilegra teikninga, listaverka, náttúrugripa, handrita, forngripa, ljósmynda og korta frá sex aðal söfnunum í höfuðborginni. Saman þræðum við hluta sýningarinnar og kynnumst sögunum á bak við það sem fyrir augu ber. Safnkennarar taka vel á móti ykkur. 

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri.

Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.


Sumardagskrá