Smiðja: Dýrgripur úr drasli?

Í Þjóðminjasafninu er fjölskyldurýmið Stofa. Í sumar er þar smiðjan Dýrgripur úr drasli, þar sem hægt er að lita, klippa, líma og móta sitt eigið listaverk úr notuðum umbúðum og blöðum. Smiðjan tengist sýningarheildinni Drasl eða dýrgripir í sýningarskáp í Stofu.

Smiðjan Dýrgripur úr drasli er fyrir gesti á eigin vegum og í boði alla daga vikunnar frá 22. júní og fram að Menningarnótt í ágúst. Smiðjan tengist fjölskylduviðburðinum okkar Veistu hvað? þar sem safnkennarar taka á móti fjölskyldum alla miðvikudaga kl. 14, á sama tímabili í sumar.

Veistu hvað? með safnkennara er kl. 14 alla miðvikudaga frá 22. júní til 17. ágúst og smiðjan er opin alla daga frá 22. júní til 19. ágúst.



Sumardagskrá