Hvað leynist í Matarkassanum?

Heimsókn í Stofu

Matarsaga Íslands er mjög forvitnileg og hægt er að finna marga hluti á grunnsýningunni Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár.
Við ætlum að skoða nokkra valda hluti á grunnsýningunni sem tengjast matarháttum og skoða Matarkassa Þjóðminjasafnsins upp í Stofu. Safnkennara taka vel á móti ykkur.

Börn og fjölskyldur eru sérstaklega boðin velkomin á safnið í sumar með fjölbreyttri dagskrá undir handleiðslu safnkennara.
Stofa er nýtt könnunar- og leiksvæði fyrir börn og fjölskyldur í Þjóðminjasafninu. Gestum er boðið í heimsókn til að kanna spennandi hluti sem má prófa, föt sem má máta, uppgötva eitthvað nýtt um lífið í gamla daga, hlusta á sögu, spjalla saman, skapa í lista- eða handverkssmiðju, leika og skoða merkilega hluti á sýningum.  Verið öll velkomin samferða í sumar.

Gert er ráð fyrir viðburðinum Heimsókn í stofu einu sinni í viku allt sumarið. Boðið er upp á mismunandi dagskrá í hverri viku á föstudögum kl. 11.

26. júní: Hvað leynist í Matarkassanum?

Lagt á borð, frá landnámi til nútímans. Krökkum leyft að handfjatla hluti og býðst að svara spurningaskrá um matarvenjur sínar.

3. júlí: Samgöngur og ferðalög fyrr á tímum.

Gengið verður um grunnsýninguna með samgöngur í huga. Skoðaður verður skápur í Stofu um samskiptamáta.

10. Júlí: Útskurður.

Í Stofu er að finna skáp með miklum útskurði. Hvaða myndir eru á útskurðinum? Hvaða hlutir eru þetta? Komdu í rannsóknarleiðangur.

17. júlí: Hvað leynist í Landnámskassanum?

Landnámskassinn verður skoðaður og rætt verður um landnám Íslands.

24. júlí: Riddarar á ferð og flugi.

Skoðað verður tímahólf Sturlungaaldarinnar og riddara í útskurði og útsaumi. Boðið verður upp á Smiðju tengda Valþjófsstaðahurðinni.

31. júlí: Hvað leynist í Tóvinnukassanum?

Tóvinnukassinn verður skoðaður og krökkum leyft að handfjalta hluti.

7. ágúst: Hvað leynist í Ljósmyndakassanum.

Ljósmyndakassinn verður skoðaður. Sérfræðingur úr Ljósmyndasafni Íslands ásamt safnkennara ætla að taka vel á móti þér.

14. ágúst: Hvað leynist í Leikjakassanum?

Leikjakassinn verður skoðaður og krökkum leyft að handfjalta hluti.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri.Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.


Sumardagskrá