Smiðja: Drifsmíði

Boðið verður upp á efnivið í tvær smiðjur sem fjölskyldur geta sest við á eigin vegum á meðan á vetrarfríunum stendur. Annars vegar drifsmíði og hins vegar Leikur að ljósi, smiðja með endurunnu efni í anda steinglersglugga. Verkefnið er skemmtilegt fyrir allan aldur og gott fyrir unga sem aldna að spreyta sig saman.

Drifsmíði er smíðatækni notuð til að skapa upphleypta lágmynd. Smíðin fer þannig fram að mynstrið er dregið upp á bakhlið plötunnar og myndin síðan hömruð niður og þrýst ofan í myndflötinn. Myndin er síðan undirstrikuð með því að slá efnið niður á framhliðinni, meðfram mynstrinu eða ofan í það til að skerpa á því. Plöturnar voru negldar á muni úr tré til þess að skreyta þá. Söðull á grunnsýningunni er dæmi um grip sem þannig er skreyttur.