Viðburðir framundan

Leiðsögn: Úrklippubækur Pike Wards

  • 12.1.2020, 14:00 - 14:45, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sunnudaginn 12. janúar kl. 14 leiðir Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands gesti um sýninguna: Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward. 

Englendingurinn Pike Ward var kunnur maður á Íslandi um aldamótin 1900. Hann gerði út frá Hafnarfirði en ferðaðist einnig um landið og keypti fisk til útflutnings. Hann kenndi Íslendingum að nýta minni fisk og staðgreiddi með peningum sem var nýlunda hér á landi. Ward var áhugaljósmyndari og tók myndir af daglegu lífi og frá fáförnum slóðum áður en Íslendingar hófu að taka myndir af áhugamennsku.

12. janúar er síðasti sýningardagur á úrvali ljósmynda frá Ward sem varðveittar eru í Devon Archives í Exeter. Inga Lára mun segja frá tilurð sýningarinnar, frá myndasafni Ward og benda á áhugaverðar myndir sem eru á henni. 

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts.

Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.