Viðburðir framundan

Leiðsögn um útskurð

  • 19.1.2020, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 19. janúar kl. 14 leiðir Helga Vollertsen, sérfræðingur í Munasafni gesti um grunnsýningu safnsins.

Alla tíð hefur fólk viljað hafa fallegt í kringum sig og beitt ýmsum aðferðum og efnum til að prýða nærumhverfi sitt. Á Íslandi tíðkaðist á öldum áður að ýmsir nytjagripir voru fagurlega útskornir og skreyttir. Í Þjóðminjasafni Íslands er varðveittur aragrúi slíkra gripa. Í leiðsögninni verður sjónum sérstaklega beint að útskornum gripum úr tré á grunnsýningu safnsins svo sem rúmfjölum, kistlum og öskjum. Jafnframt verða skoðaðir útskornir kirkjugripir.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts.

Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.