Viðburðir framundan

Drekar fortíðar og drekar barnanna

  • 22.4.2021 - 14.6.2021, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands setur upp sýningu á drekum sem leikskólanemar búa til í sérstakri drekasmiðju í safninu í tilefni af Barnamenningarhátíð.

Börnin koma í safnið, skoða og spjalla um drekana sem sjá má í sýningarsölum og gera svo sinn eigin dreka sem settur er á sýninguna. Drekarnir eru til sýnis jafnóðum og þeir verða til og þannig er sýningin í lifandi sköpun fram eftir sýningartímanum. Opnunardagur sýningarinnar er sumardagurinn fyrsti og lýkur henni þegar Barnamenningarhátíð rennur sitt skeið á enda. Sýningin er opin kl. 10 – 17 alla daga.

Verið velkomin að sjá litríka dreka barnanna. Enginn aðgangseyrir er að viðburðum Barnamenningarhátíðar.