Viðburðir framundan

Leiðsögn: Fatnaður og tíska fyrri alda

  • 19.9.2021, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 19. september kl. 14:00 verður leiðsögn um tísku og fatnað í Þjóðminjasafni Íslands. Helga Vollertsen, sérfræðingur í munasafni, leiðir gesti gegnum sýninguna Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár og verður staldrað við gripi sem gefa innsýn í klæðaburð fólks fyrr á öldum.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu.

Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Grímuskylda er á safninu. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2006 og síðar.  Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar. 

Verið öll velkomin.