Viðburðir framundan

Mannamyndir teiknaðar: Stöðvasmiðja fyrir fjölskyldur

  • 23.10.2021, 13:00 - 15:00, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Teiknararnir Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir standa fyrir teiknismiðju fyrir fjölskyldur í tengslum við sýninguna Mannamyndasafnið í Þjóðminjasafninu laugardaginn 23. október kl. 13:00–15:00. Þátttakendur ferðast um sýninguna og nota hana sem innblástur í snörpum og skapandi teikniþrautum. Engrar sérstakrar teiknikunnáttu er þörf fyrir þessa smiðju og þrautirnar henta mannfólki á öllum aldri.

Stöðvarnar verða ólíkar og ætlaðar til að hita upp, leika sér að teikningu og gera ólíkar æfingar tengdar teikningum á mannamyndum. 

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu.

Verið öll velkomin.