Viðburðir framundan
  • Baðstofa

Barnaleiðsögn: Að þreyja þorrann - galdrasteinn og súrt skyr

  • 5.2.2023, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Hvað var til ráða í myrkri og kulda þegar lítið var til á árum áður? Það mátti leita í galdra eða hjátrú, það mátti stytta sér stundir á dimmum kvöldum með leik og kveðskap og eitthvað mátti eflaust finna í keröldum í búrinu til að seðja hungrið.

Að þreyja þorrann og góuna er orðatiltæki sem varð til áður fyrr, þegar erfitt reyndist fyrir bændur og fjölskyldur þeirra að komast í gegnum þessa myrku, köldu mánuði í óhituðum torfbæjunum. Kannski var lítið orðið eftir af heyi fyrir húsdýrin og bestu bitarnir í búrinu voru búnir. Hvað var þá til ráða? Jú, það mátti reyna að bæta ástandið með göldrum eða hjátrú, það mátti stytta sér stundir á dimmum kvöldum með leik og kveðskap og eitthvað mátti eflaust finna í keröldum í búrinu til að seðja hungrið.

Safnkennari Þjóðminjasafnsins leiðir börn og fjölskyldur þeirra í spennandi uppgötvunarleiðangur um hluta grunnsýningar safnsins að rannsaka þetta efni og sjá hvað þar er að finna. Næsta víst er að þar á meðal er dularfull gríma, galdrasteinar, skopparakringla og spávala. Einnig skoðum við heila baðstofu og mataráhöld svo sem fötur, trog, sái og fleira sem þurfti að vera til á hverjum bæ.


Frítt fyrir börn yngri en 18 ára en 2.500 kr. fyrir fullorðna og gildir aðgangsmiðinn í eitt ár. Það er því nægur tími fyrir alla til að njóta þess sem safnið hefur upp á að bjóða. Verið velkomin eins oft og þið viljið. Aðgöngumiðinn gildir að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins, og hér má kaupa miða