Viðburðir framundan

Reflar og skildir. Sýning á verkum nemenda í Dalskóla.

  • 23.4.2024 - 28.4.2024, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Barnastarf er mikilvægur þáttur í starfi Þjóðminjasafnsins. Safngripirnir og sagan sem þeir segja eru börnum óþrjótandi uppspretta sköpunar og þau velta ætíð upp óvæntum og nýjum sjónarhornum í verkum sínum. Á Barnamenningarhátíð 2024 verða sýnd listaverk barna sem eru innblásin af safnkostinum. Verið öll velkomin. 

Nemendur í 5. og 6. bekk Dalskóla hafa kynnt sér norræna goðafræði og tengja verk sín við spennandi sögur af goðum og jötnum. Nemendur saumuðu út myndrefil og ristu með rúnaletri nöfn goða og gömul norræn heiti í tré. Orðin mynda skjöld um fínlegan útsaumaðan refil.

Formleg opnunarhátíð:
Föstudagsmorgun 26.apríl kl 9:00 verður formleg opnun á sýningunni með nemendum skólans. Víkingastelpur troða upp með söng og ljóðagjörningi. 

Verk í vinnslu:

Dalsk1

Dalsk8

Dalsk13

Dalsk15

Það er metnaðarmál fyrir Þjóðminjasafnið að gefa nemendum pláss á vettvangi safnsins þar sem innblástur og samhengi er sótt í sýningu safnsins og sögu Íslands. Þannig veitir safnið börnunum opinbert rými til að deila upplifun sinni og þeim hughrifum sem þau hafa orðið fyrir.

Header-Reykjavikurborgar