Viðburðir framundan
  • Stelpur sem halda á beini

Fjölskylduleiðsögn: Fjöll og firnindi

  • 18.2.2018, 14:00 - 15:00, Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 18. febrúar kl. 14 er fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 

Safnkennari Þjóðminjasafnsins mun leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim með áherslu á fjöll og firnindi. Meðal annars verða skoðuð verkin Mountain eftir Sigurð Guðmundsson frá 1980-1982, Útsaumsverkið Bóndabær eftir Þórdísi Egilsdóttur frá 1935-1938 og loftmynd sem sýnir þrjú megingosop eldgossins í Eyjafjallajökli frá 2010. Að lokum gefst gestum færi á að ganga um sýninguna á eigin vegum.

Leiðsögnin er ókeypis, verið öll velkomin.