Viðburðir framundan

Fjölskylduviðburður: Rimmugýgur og teiknismiðja

  • 7.4.2024, 13:00 - 16:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Rimmugýgur sýnir leðursaum og tóvinnu og safnkennari verður með leiðsögn og teiknismiðju fyrir börn út frá sýningunni Með verkum handanna . Við hlökkum til að sjá ykkur. 

Skemmtilegur fjölskylduviðburður í Þjóðminjasafninu á sunnudag 7, apríl.

Rimmugýgur miðlar menningu landnáms aldar á lifandi og skemmtilegan hátt í Þjóðminjasafninu í vetur. Þau hafa nú þegar sýnt og kennt gestum vattarsaum, kríl, fléttur og spjaldvefnað.

Safnkennari verður á staðnum og fræðir börn um sýninguna Með verkum handanna og heldur utanum teiknismiðju. Sýningin hefur blásið mörgum börnum andann í brjóst og úr hafa orðið frábærar teikningar.

Svipmyndir frá heimsóknum Rimmugýgjar á Þjóðminjasafnið:

Spjaldvefnadur
Rimmugygur-handverk16Rimmugygur-handverk-2

Vikingar

Barnastarf tengt sýningunni Með verkum handanna :

Anna-med-hop

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Frítt er fyrir börn á Þjóðminjasafnið.

Miði fyrir fullorðan kostar 2.500 kr. og gildir í ár frá kaupum.