Viðburðir framundan

Börnin endurskapa þjóðminjar. Sýning á verkum nemenda í Grandaskóla.

  • 23.4.2024 - 28.4.2024, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Barnastarf er mikilvægur þáttur í starfi Þjóðminjasafnsins. Safngripirnir og sagan sem þeir segja eru börnum óþrjótandi uppspretta sköpunar og þau velta ætíð upp óvæntum og nýjum sjónarhornum í verkum sínum. Á Barnamenningarhátíð 2024 verða sýnd listaverk barna sem eru innblásin af safnkostinum. Verið öll velkomin. 

Börn í 5., 6. og 7. bekk Grandaskóla hafa í vetur unnið að listaverkun og líkönum þar sem þau velta fyrir sér þjóðminjum og sögu þjóðarinnar. Sumar þjóðminjarnar eru færðar í nútímabúning á meðan aðrar fá á sig ævintýralegan og stundum hrikalegan blæ. Börnin notast eingöngu við fundið og endurunnið efni og verkin einkennast af sterku ímyndunarafli og einstakri útsjónarsemi. 

Sýningin verður í Myndasala á fyrstu hæð. Verið öll velkomin.

Verk í vinnslu:

Grandaskoli-vefurGrandaskoli-vefur1Grandaskoli-vefur2

Það er metnaðarmál fyrir Þjóðminjasafnið að gefa nemendum pláss á vettvangi safnsins þar sem innblástur og samhengi er sótt í sýningu safnsins og sögu Íslands. Þannig veitir safnið börnunum opinbert rými til að deila upplifun sinni og þeim hughrifum sem þau hafa orðið fyrir.

Header-Reykjavikurborgar