Viðburðir framundan
  • Reykjahlidaklaedid

Með verkum handanna: Svanhildur Óskarsdóttur flytur erindi um Reykjahlíðarklæðið

  • 25.2.2024, 14:00 - 15:00, Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þann 25. febrúar flytur Svanhildur Óskarsdóttir erindi um Reykjahlíðarklæðið og skoðar klæðið með gestum. Reykjahlíðarklæðið er eitt refilsaumsklæðanna á sýningunni Með verkum handanna. 

Svanhildur

Svanhildur er doktor í norrænum fræðum og starfar sem rannsóknarprófessor á menningarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

Á Reykjahlíðarklæðinu, sem saumað var á 15. öld, eru níu myndreitir sem sýna atburði úr ævi Maríu meyjar. Maríudýrkun fór vaxandi á Íslandi eftir því sem leið á miðaldir. Saga hennar var rituð á íslensku á 13. öld og einnig eru varðveitt allmörg íslensk Maríukvæði. Í erindinu fjallar Svanhildur um myndirnar á klæðinu og tengir við Maríu sögu og aðrar íslenskar Maríubókmenntir.

Reykjahlíðarklæðið, sem sjá má á mynd efst á síðunni, heitir Maríu saga og er altarisklæði frá Reykjahlíð í Mývatnssveit. Klæðið er í eigu Danska Þjóðminjasafnsins.  

 

Leiðsagnir um sýninguna hafa verið ákaflega vel sóttar. Við hvetjum gesti til að koma aftur á leiðsögn enda beina sérfræðingar sjónum sínum að ólíkum þáttum sýningarinnar.  

Þrenningarklæðið

Í byrjun janúar kom Þrenningarklæðið til landsins og er nú á sýningunni. Þrenningarklæðið er "gæluheiti" klæðisins Heilög þrenning, altarisklæðis frá Stóradal. Það er í eigu Ríkislistasafnsins í Hollandi sem lánar Þjóðminjasafninu klæðið í tilefni sýningarinnar. Gestir sem hafa séð sýninguna eru hvattir til að koma aftur og sjá þetta fallega klæði á Þjóðminjasafninu. 

Þrenningarklæðið: Heilög þrenning – Altarisklæði frá Stóradal
Enchede í Hollandi | 0241 Antependium met Genadestoel en de vier evangelistensymbolen

Mynd af Reykjahlíðaklæðinu efst á síðu:
Maríu saga – Altarisklæði frá Reykjahlíð í Mývatnssveit. Danska Þjóðminjasafnið: DMR CLV

Með verkum handanna
eftir Elsu E. Guðjónsson

 

Með verkum handanna útgáfaEinstaklega vandað og fallegt verk sem byggir á áratugarannsóknum Elsu E. Guðjónsson. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Viðurkenningar Hagþenkis. 

Önnur prentun er komin í sölu og fæst í Safnbúð Þjóðminjasafns Íslands og vefverslun

 

 

 

Verið öll velkomin. Miði í Þjóðminjasafnið kostar 2.500 kr. og gildir í ár frá kaupum.