Viðburðir framundan
  • Til-hvers-eru-sofn

Hádegisfyrirlestur: Til hvers eru söfn?

  • 28.2.2023, 12:00 - 13:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Til hvers eru söfn og hvenær verður safn að safni? Hvenær vöknuðu hugmyndir um íslenskt þjóðarsafn? Í hádegisfyrirlestri þriðjudaginn 28. febrúar veltir Helga Vollertsen þessum og fleiri spurningum fyrir sér.  

Þjóðminjasafn Íslands var stofnað 24. febrúar árið 1663. En hvert er hlutverk Þjóðminjasafnsins og hvaða starfsemi fer þar fram? Til hvers eru söfn og hvenær verður safn að safni? Hvenær vöknuðu hugmyndir um íslenskt þjóðarsafn? Hvaða gripir bárust safninu í upphafi? Hvað varð um íslenska muni áður en Þjóðminjasafnið var stofnað?
Helga Vollertsen leitast við að svara þessum spurningum ásamt fleirum í hádegisfyrirlestri þriðjudaginn 28. febrúar 2023. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestarsal Þjóðminjasafnsins að Suðurgötu kl. 12:00.
Helga er sagn- og safnafræðingur og hefur starfað sem sérfræðingur hjá safninu í fimmtán ár.

Hér má sjá fyrirlesturinn á YouTube rás safnsins:


Fyrirlestur

Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands

Fyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands tengjast sýningum, rannsóknum eða öðru starfi safnsins.

Aðgöngumiði í Þjóðminjasafnið kostar 2.500 kr. fyrir fullorðna og gildir í eitt ár en frítt er fyrir börn yngri en 18 ára. Aðgöngumiðinn gildir á allar sýningar og viðburði. Verið velkomin. 

160_1_text