Viðburðir framundan

Hægfara ferli

  • 19.5.2021 - 23.5.2021, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Hægfara þróun leturs er sett í sögulegt samhengi í leturtöflu sem sýnir notkun þess í bókum allt frá upphafi ritaldar á Íslandi. Sýnt er hvernig letur hefur tekið á sig nýja mynd með breyttum aðferðum og hugmyndum og auka með því meðvitund á þróun og breytingum sem hafa átt sér stað.

Markmiðið er að skoða leturnotkun og hvernig hún hefur sett svip sinn á bækur í gegnum tíðina. Með uppsetningu töflunnar er athygli beint að mismundi útliti leturs, sérkennum frá hverjum tíma, heiti leturgerða, á hvaða tíma þau voru helst notuð og í hvers konar bókmenntir. Verkefninu er ætlað að sýna hvernig letur hefur tekið á sig ólíkar myndir ekki aðeins með breyttum aðferðum því nýjar hugmyndir og áherslur eiga einnig þátt í því hægfara ferli sem erfitt er að sjá nema með því að líta aftur í tímann, setja hluti í samhengi og átta sig þannig á því að allt er breytingum háð.

Höfundur: Sigrún Sigvaldadóttir, grafískur hönnuður.

Verkið er hluti af HönnunarMars sem nú fer fram dagana 19-23. maí 2021 .