Viðburðir framundan

Örnámskeið í refilsaumi í apríl og maí. Heimilisiðnaðarfélagið.

  • 27.4.2024, 10:00 - 13:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Uppselt hefur verið á öll námskeiðin sem haldin hafa verið. Hvert námskeið er eitt skipti, hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 13.30. Útsaumspakki fylgir og þátttakendum er boðið á sýninguna Með verkum handanna.

Innifalið í námskeiðisgjaldinu er aðgangur að Þjóðminjasafninu, boð á sýninguna Með verkum handanna, kennsla í refilsaum og útsaumspakkning sem inniheldur áprentaðan hör (val milli þriggja pakkninga), útsaumsband, nál, útsaumshringur og leiðbeiningar.

Námskeiðið er haldið í tilefni sýningarinnar Með verkum handanna, þar sem öll fimmtán íslensku refilsaumsklæðin sem varðveist hafa verða sýnd. 

Uppselt hefur verið á öll námskeið hingað til. 

Námskeiðin fram undan:

27. apríl - Skráning á vef Heimilisiðnaðarfélagsins

5. maí - Skráning á vef Heimilisiðnaðarfélagsins

Útsaumspakkar

Í tilefni af sýningunni Með verkum handanna hefur Heimilisiðnaðarfélag Íslands í samstarfi við Þjóðminjasafnið hannað fjórar útsaumspakkningar með sýnishornum úr þremur refilsaumuðum verkum sem varðveitt eru hér á landi; Kross úr altarisklæði frá Svalbarði á Svalbarðsströnd, Þistill úr altarisklæði frá Stafafelli í Lóni, flétta úr Draflastaðaklæði frá Draflastöðum í Fnjóskadal og María himnadrottning úr altarisklæðinu frá Stafafelli í Lóni.

Pakkarnir fást í Safnbúð og vefverslun Þjóðminjasafnsins, sjá hér

Þistill (úr altarisklæði frá Stafafelli í Lóni)

Product_408

Kross (úr altarisklæði frá Svalbarði á Svalbarðsströnd) 

Untitled-design-2023-10-31T132211.489

María himnadrottning (úr altarisklæðinu frá Stafafelli í Lóni). 

Product_411

Flétta (úr Draflastaðaklæði frá Draflastöðum í Fnjóskadal)

Product_409