Viðburðir framundan

Jólgeirsstaðir - jólasveinahús

  • 27.11.2022 - 6.1.2023, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Ung og aldin hafa eflaust gaman af að skoða heillandi líkan torfbæjar sem stendur uppi í safninu á aðventunni og fram á þrettándann. Þar eru allir jólasveinarnir þrettán saman komnir að sýsla við eitt og annað innan húss og utan.

Líkanið var gert fyrir Þjóðminjasafnið fyrir rúmum 30 árum og sett upp í safninu fyrir jólin. Jólasveinana gerði Árný Guðmundsdóttir en líkanið smíðaði Gunnar Bjarnason.