Viðburðir framundan

Komdu litla krílið mitt

  • 21.5.2017, 14:00 - 14:45, Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 21. maí kl. 14 verður söng- og sögustund fyrir krakka á aldrinum 4 - 7 ára í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Fluttar verða útsetningar Báru Grímsdóttur fyrir sópran og selló á gömlum barnagælum, sem og ný lög við gömul kvæði. Eins konar kvöldvökustemmning verður á tónleikunum, þar sem einnig verða sagðar sögur og sungið saman; áheyrendur munu læra 1- 2 lög af efnisskránni.
Flytjendur eru Þórunn Elín Pétursdóttir, sópran og Ólöf Sigursveinsdóttir á selló.
Söng- og sögustundin varir í u.þ.b. 30-40 mínútur.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.