Viðburðir framundan

Leiðsögn: Ágústa Kristófersdóttir sviðstjóri í Þjóðminjasafni Íslands

  • 7.2.2021, 14:00 - 14:45, Safnahúsið við Hverfisgötu

Ágústa Kristófersdóttir, safnafræðingur og sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna og ræðir þau sjónarhorn á menningararfinn sem þar má finna. Samspil myndlistar, náttúruminja, skjallegra heimilda og menningarminja verður skoðað og rætt um hvað gripirnir segja og um hvað þeir þegja.

Sjónarhorn er áhrifamikil sýning um sjónrænan menningararf þjóðarinnar. Í sjö álmum eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og skartar margvíslegum gripum úr safnkosti þeirra.

Auk Sjónarhorna eru tvær sérsýningar í húsinu, Ganýmedes eftir Bertel Thorvaldsen á vegum Listasafns Íslands og Óravíddir, orðaforðinn í nýju ljósi á vegum Stofnunar Árna Magnússonar.

Safnahúsið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 10 – 17.

Aðgangur ókeypis. Verið öll velkomin.