Viðburðir framundan

Leiðsögn með Lilju Árnadóttur. Síðasti sýningardagur.

  • 5.5.2024, 14:00 - 15:00, Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þann 5. maí, á síðasta sýningardegi, verður Lilja Árnadóttir sérfræðingur með leiðsögn um sýninguna. 

Lilja hefur fágæta þekkingu á refilsaumsklæðunum og fullt hefur verið út úr dyrum á leiðsagnir hennar. Við hvetjum fólk til að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara. 

Lilja ritstýrði samnefndri bók eftir Elsu E. Guðjónssongaf sem Þjóðminjasafnið gaf út í október. Lilja er fyrrum sviðsstjóri í Þjóðminjasafninu, hvar hún starfaði í áratugi. Hún hefur fágæta þekkingu á klæðunum og dýpkar upplifun gesta á sýningunni.

Heimasida-Med-verkum-handanna

Með verkum handanna
eftir Elsu E. Guðjónsson

Einstaklega vandað og fallegt verk sem byggir á áratugarannsóknum Elsu E. Guðjónsson. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Viðurkenningar Hagþenkis.

Önnur prentun er komin í sölu og fæst í Safnbúð Þjóðminjasafns Íslands og vefverslun.

Verið öll velkomin. Miði í Þjóðminjasafnið kostar 2.500 kr. og gildir í ár frá kaupum.