Viðburðir framundan

Leiðsögn með sérfræðingi Árnastofnunar

  • 8.11.2020, 14:00 - 14:45, Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 8. nóvember klukkan 14 leiðir sérfræðingur frá Árnastofnun gesti um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Sýningin Sjónarhorn er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnareglur sem eru í gildi.