Viðburðir framundan

Leiðsögn: Sjónarhorn í Safnahúsinu

  • 5.7.2020, 13:00 - 13:45, Safnahúsið við Hverfisgötu
  • 12.7.2020, 13:00 - 13:45, Safnahúsið við Hverfisgötu
  • 19.7.2020, 13:00 - 13:45, Safnahúsið við Hverfisgötu
  • 26.7.2020, 13:00 - 13:45, Safnahúsið við Hverfisgötu
  • 2.8.2020, 13:00 - 13:45, Safnahúsið við Hverfisgötu
  • 9.8.2020, 13:00 - 13:45, Safnahúsið við Hverfisgötu
  • 16.8.2020, 13:00 - 13:45, Safnahúsið við Hverfisgötu
  • 23.8.2020, 13:00 - 13:45, Safnahúsið við Hverfisgötu
  • 30.8.2020, 13:00 - 13:45, Safnahúsið við Hverfisgötu

Þjóðminjasafn Íslands býður gestum í leiðsögn á íslensku um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu alla sunnudaga kl. 13 í sumar. 

Sýningin Sjónarhorn er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil.
Sýningin í Safnahúsinu er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Verið velkomin samferða í sumar.