Viðburðir framundan

Leiðsögn: Þjóð verður til

  • 5.6.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 12.6.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 19.6.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 26.6.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 3.7.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 10.7.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 17.7.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 24.7.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 31.7.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 7.8.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 14.8.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu
  • 21.8.2022, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands býður gestum í leiðsögn á íslensku um sýninguna Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár alla sunnudaga kl. 14 í sumar. Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heildstæða mynd af menningarsögu Íslendinga. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla gestum fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar. Sögunni er skipt nokkuð jafnt í sjö tímabil, varpað er ljósi á ólík tímaskeið í sögu lands og þjóðar; jafnt framfarir sem erfiða tíma. 

Safnkostur Þjóðminjasafnsins er gestum til fróðleiks, skemmtunar og örvunar. Heimsókn í safnið er því skemmtileg og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Við bjóðum gestum margs konar leiðir til að upplifa sýningar safnsins og íslenska sögu. Hægt er að ganga um safnið án fylgdar, taka þátt í fjölskylduviðburðum eða fá leiðsögn hjá sérfróðu starfsfólki.

Aðgöngumiði í safnið gildir.

Aðgöngumiði í Þjóðminjasafnið kostar 2.500 kr. fyrir fullorðna og gildir í eitt ár, en frítt er fyrir börn yngri en 18 ára. Allir hafa því nægan tíma til að njóta þess sem safnið hefur upp á að bjóða og þið eruð velkomin eins oft og þið viljið. Aðgöngumiðinn gildir að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins.

Verið velkomin samferða í sumar.