Viðburðir framundan

Leiðsögn um Kaldal í tíma og rúmi

  • 15.1.2017, 14:00 - 15:00

Sunnudaginn 15. janúar kl. 14 verður Arndís S. Árnadóttir með leiðsögn um ljósmyndasýninguna Kaldal í tíma og rúmi.

Sýningin inniheldur úrval ljósmynda sem teknar eru innandyra: Á heimilum fólks, í heimavistarskólum eða á vinnustöðum á rúmum áratug frá 1926 til 1938. Arndís mun einkum beina sjónum að þeim breytingum sem fram koma á heimilum fólks á þessu tímabili þegar módernisminn var smám saman að ryðja sér braut á Íslandi. Arndís er list- og sagnfræðingur sem hefur m.a. nýtt sér ljósmyndir sem heimildir til að rannsaka sögu hönnunar á Íslandi á 20. öld. Doktorsritgerð hennar, Nútímaheimilið í mótun — fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900–1970 kom út 2011.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.