Viðburðir framundan

Með ungum augum – leikin leiðsögn fyrir börn samin af börnum

  • 25.4.2019, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Ungir leikarar Leynileikhússins taka á móti gestum og bregða upp svipmyndum úr sögu þjóðar 7. apríl kl. 14 og sumardaginn fyrsta, 25. apríl kl. 14.

Ungir leikarar Leynileikhússins rýna atburði og siði fyrri alda út frá grunnsýningu Þjóðminjasafnsins og setja á svið eitt og annað sem þeim finnst merkilegt. Hvað er það sem er fyndnast, skrýtnast, skemmtilegast, eða yfir höfuð frásagnarvert í augum skapandi krakka sem flest eru nemendur á miðstigi grunnskóla?

Við hvetjum börn til að koma og skoða sýningu Þjóðminjasafnsins í túlkun jafnaldra sinna. Fullorðnir eru velkomnir með. Ókeypis aðgangur.