Viðburðir framundan

Pétur H. Ármannsson, arkitekt, veitir leiðsögn

  • 17.3.2019, 14:00 - 14:45, Safnahúsið við Hverfisgötu

Sunnudaginn 17. mars kl. 14 leiðir Pétur H. Ármannsson, arkitekt, gesti um Safnahúsið við Hverfisgötu og segir frá byggingarsögu þessa veglegasta og vandaðasta steinhúss heimastjórnaráranna.

Safnahúsið er að margra mati eitt fegursta verk á sviði byggingarlistar hér á landi. Bygging þess var mikilvægur áfangi fyrir íslenskan iðnað og verkmenningu. Verktaki við bygginguna var íslenskur sem og þeir handverksmenn sem við bygginguna unnu, en hönnun og eftirlit var í höndum danskra húsameistara.


Í húsinu stendur yfir sýningin Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.Verið öll velkomin. Ókeypis aðgangur er að leiðsögninni.