Viðburðir framundan
  • Teatr-cieni

Pólsk skuggamyndasmiðja á Sumardaginn fyrsta

  • 25.4.2024, 13:00 - 15:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl kl. 13-15, mun listakonan Sylwia Zajkowska stjórna pólskri skuggamyndasmiðju í Þjóðminjasafni Íslands. Í smiðjunni verður hægt að útbúa leikbrúður og fleira fyrir skemmtilegar skuggamyndasýningar og fá þátttakendur að taka þá leikmuni sem þau útbúa með sér heim. 

Smiðjan er hugsuð fyrir alla fjölskylduna og er hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík.

Sylwia er menntuð í leikhúsfræðum með meistaragráðu í brúðuleikhúsi. Hún er fædd í Silesia í Póllandi, en er nú búsett á Íslandi. Sylwia hefur stýrt mörgum smiðjum fyrir fjölskyldur og börn og hefur tekið virkan þátt í Baun, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ, þar sem hún er búsett.

Öll gögn verða á staðnum og þarf ekki að mæta með neitt nema hugarflug og sumarskap. 

Sumardaginn fyrsta ber upp á Barnamenningarhátíð en þá verða í Þjóðminjasafninu þrjár stórskemmtilegar sýningar á verkum eftir börn.  

Þátttaka í smiðjunni er ókeypis, sem og á allar sýningar Barnamenningarhátíðar.