Viðburðir framundan
  • Born-teikna

Fjölskyldudagskrá: Rimmugýgur og teiknismiðja

  • 3.3.2024, 13:00 - 15:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Skemmtilegur barna- og fjölskyldudagur í Þjóðminjasafninu með Rimmugýgji á sunnudag. Rimmugýgur sýnir kríl og fléttur og safnkennari verður með teiknismiðju fyrir börn. 

Rimmugýgur miðlar menningu landnámsaldar á lifandi og skemmtilegan hátt í Þjóðminjasafninu í vetur. Í heimsóknum sínum sýna þau gestum handverk miðaldafólks, börnum og fullorðnum. 

Nú munu handverkshersarnir sýna kríl og fléttur, en það er handverk sem landnámsfólk notaði til að búa til bönd og borða.  

Teiknismiðja fyrir krakkana

Safnkennari fræðir börnin um sýninguna Með verkum handanna og leiðir teiknismiðju. Hvammsrefillinn hefur blásið yngstu gestum andann í brjóst og margar fallegar og ekki síður skemmtilegar myndir orðið til eftir heimsókn þeirra á sýninguna. 

Hér eru nokkrar teikningar sem nemendur Ísaksskóla gerðu. Þau gáfu reflum sínum heiti, fundarstað og sögðu hvenær lisaverkin höfðu verið sköpuð. 

Selfoss1

Fyndni refillinn: Refillinn fannst á Selfossi, talinn vera frá 1200. Listamaður: Ægir Nikulásson nemandi í Ísaksskóla.

BreiddalsvikBleikholan

Bleikholan: Refillinn fannst í Breiðdalsvík, talinn vera frá 1606. Listamaður: Theodóra Diljá Adamsdóttir nemandi í Ísaksskóla.

EyjafjallajokullHusdyrin

Húsdýrin: Refillinn fannst á Eyjafjallajökli, talinn vera frá 1790. Listamaður: Embla Ýr Alexandersdóttir nemandi í Ísaksskóla.

Papey2

Drekarnir þrír: Refillinn fannst í Papey, talinn vera frá 1823. Listamaður: Daníel Hjörtur Rodriguez nemandi í Ísaksskóla.

Síðasta heimsókn Rimmugýgar var mjög vel sótt og höfðu fullorðnir, börn, safnkennari og Rimmugýgur gama af

Handverk

Spjaldvefnaður, handverk Rimmugýgjar

Rynt-i-threnningarklaedid

Handverkskonur Rimmugýgjar rýna í Þrenningarklæðið (Heilög þrenning, altarisklæði frá Stóradal. Enchede í Hollandi 0241 Antependium met Genadestoel en de vier evangelistensymbolen

Börn fá frítt á safnið. Fullorðnir borga 2.500 kr. og miðinn gildir í ár frá kaupum, svo það er hægt að koma aftur og aftur!
Við hlökkum til að sjá ykkur.








 

Með verkum handanna


Með verkum handanna

Með verkum handanna er tímamótasýning á dýrgripum íslenskrar listasögu. Reflar voru skrautleg tjöld úr ull eða líni sem höfð voru til þess að tjalda innan bæði kirkjur og híbýli fólks fyrr á tíð. Þessi meistaraverk íslenskrar miðaldalistar voru unnin af listfengum konum sem bjuggu yfir þekkingu og þjálfun í vefnaði og útsaumi.