Viðburðir framundan
  • MVH-leidsogn-Agusta

Sérfræðileiðsögn með Ágústu Kristófersdóttur

  • 27.4.2024, 14:00 - 15:00, Bogasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Laugardaginn 27. apríl verður Ágústa Kristófersdóttir með leiðsögn um sýninguna Með verkum handaa. 

Ágústa er safnafræðingur og sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands. Hún tekur á móti gestum og leiðir þá um sýninguna Með verkum handanna. Leiðsagnir hafa verið ákaflega vel sóttar og færri komist að en vilja. 

Við vekjum athygli á að sýningunni lýkur 5. maí, svo nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa tímamótasýningu. 

Heimasida-Med-verkum-handanna

Með verkum handanna
eftir Elsu E. Guðjónsson

Einstaklega vandað og fallegt verk sem byggir á áratugarannsóknum Elsu E. Guðjónsson. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Viðurkenningar Hagþenkis.

Önnur prentun er komin í sölu og fæst í Safnbúð Þjóðminjasafns Íslands og vefverslun.

Verið öll velkomin. Miði í Þjóðminjasafnið kostar 2.500 kr. og gildir í ár frá kaupum.