Viðburðir framundan

Hljóðaform

Opnun 21.mars kl. 17

  • 21.3.2017 - 26.3.2017, 17:00

HönnunarMars fer fram í níunda sinn dagana 23.- 26. mars 2017. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við íslenska hönnuði og arkitekta. Þjóðminjasafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu sýna Þórunn Árnadóttir, Milla Snorrason og pólskir og íslenskir myndskreytar. Sigurður Oddsson sýnir í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu. 

Shapes of Sounds

Hönnuður: Þórunn Árnadóttir

Leikföng með rafmagnshljóðum eru nánast alltaf úr plasti, og framleidd í Kína. Í verkefninu     „Shapes of Sounds“ gerir Þórunn tilraunir með að hanna nýjar umgjarðir úr íslenskum efnivið utan um hljóðkort úr ónýtum leikföngum. Formið og efnisvalið er ofureinfölduð túlkun á hljóðinu þar sem notuð eru hrein grunnform og hrá efni. Gestum gefst að prófa hlutina og kynna sér ferlið í gegnum skissur og hugleiðingar.