Viðburðir framundan

Stofustemmning. Hvað leynist í Baðstofukassanum?

  • 19.6.2020, 11:00 - 12:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Stofa er nýtt könnunar- og leiksvæði fyrir börn og fjölskyldur í Þjóðminjasafninu. Ykkur er boðið í heimsókn að athuga spennandi hluti sem má prófa og föt sem má máta, uppgötva eitthvað nýtt um lífið í gamla daga, hlusta á sögu, spjalla saman, búa eitthvað til í lista- eða handverkssmiðju, leika og skoða merkilega hluti á sýningum. Safnkennarar taka vel á móti ykkur.

Hvað leynist í Baðstofukassanum? Safnkassinn verður skoðaður. Hlutir meðhöndlaðir. Jafnvel farið að því svæði grunnsýningarinnar sem á við kassann.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri.

Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.