Viðburðir framundan

Tálgað í gegnum söguna

  • 24.8.2019, 14:30 - 16:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Viltu læra að tálga og lesa í tré? Ólafur Oddsson tálgumeistari kennir öruggu hnífsbrögðin við tálgun og kemur þér af stað með skemmtileg tálgunarverkefni. Tálgukennslan fer fram í trjálundi við Þjóðminjasafnið og hefst kl.14:30.

Þú kynnist aðferðinni og sérð hvað hægt er að gera með því að læra tálgunartæknina vel. Nýr hópur byrjar í læri á tuttugu mínútna fresti til 16:30. Þau sem eru búin að tálga eða eru að bíða eftir að komi að sér geta fylgst með stuttri leiðsögn um útskurð og tálguð leikföng á safninu.

Ólafur tálgumeistari er með allt sem til þarf, hráefni og hnífa handa öllum og ekki síst hugmyndir og visku handverksmannsins. Unnið verður með stutta grein sem gæti auðveldlega orðið að töfrasprota með góðri tálgufærni. Mæting við Þjóðminjasafnið og þú færð næsta lausa pláss í hópi. Hámark átta börn í hópi.

Tálgun hentar börnum frá 7 ára aldri. Ólafur Oddsson hefur haldið námskeið í tálgun í 20 ár. Hann leggur áherslu á að lesa í viðinn og tengja við aldagamla sögu okkar í skreytingu nytjahluta.