Viðburðir framundan

Þjóðsögur og kynjaskepnur

  • 9.4.2019 - 14.4.2019, 13:00 - 17:00, Safnahúsið við Hverfisgötu

Láttu marbendilinn leiða þig inn í veröld kynjaskepna í íslenskum þjóðsögum. Hvernig lítur til dæmis nykur út, eða urðarköttur? Útskriftarnemar í Margmiðlunarskóla Tækniskólans hönnuðu viðmót sem gestir geta stigið inn í og þannig heimsótt nokkrar kynjaskepnur og kynnst þeim aðeins nánar. 

Í sýningarsölum á 2. hæð eru svo margs konar merkilegir munir um kynjaskepnur og þjóðsögur úr ólíkum söfnum. Þar má til dæmis sjá álfkonudúk og málverkið Nátttröllið á glugganum eftir Ásgrím Jónsson. Kort Guðbrandar biskups er þar með sjávarskrímslum allt í kring um landið. Einnig galdrakver og særingahandrit frá galdraöldinni.

Ekki missa af einstöku tækifæri til að upplifa og rýna í íslenska menningu og listir.