• Menningarnótt í Þjóðminjasafninu

Velkomin í Þjóðminjasafnið á Menningarnótt

Víkingaheimur Rimmugýgjar á lóð við safnið og fjölbreytt dagskrá. Öll velkomin, frítt inn. 

Víkingaleikar Rimmugýgjar (kl. 12-17)

Víkingafélagið Rimmugýgur slær upp tjaldbúðum á lóð við Þjóðminjasafnið og skapar sannkallaðan miðaldaheim sem ævintýralegt er að lifa sig inn í. Þar verður barist, iðkuð bogfimi og matur útbúinn að hætti landnámsfólks. Farið verður í leiki, s.s. knattleik, axarkast, haldinn markaður og hægt að fylgjast með ýmiss konar handverksiðn. Börnin geta klæðst búningum í anda víkingaaldar. Ekki láta þig vanta!

Vikingar

 

Dagskrá Rimmugýgjar

Frá kl. 12-17: Ýmis konar handverk - flatbrauðsgerð - axarkast - bogfimi og bogagerð - járnsmíði - markaður með söluvarningi - búningar fyrir börn

Kl. 13: Víkingaleikir

Kl. 14: Knattleikur

Kl. 15: Hringdans og söngur

Kl. 16: Vopnaskak

Kl. 17: Kveðjuathöfn, dagskrá lýkur

Ekki láta þig vanta!

Ljósmyndasýning um borg og bý (allan daginn)

KG-210

Þjóðminjasafnið stendur fyrir ljósmyndasýningu þennan dag á auglýsingaskjám víðsvegar um borgina. Sýndar verða svipmyndir frá Reykjavík liðins tíma í bland við svipmyndir frá Varsjá. Samvinnuverkefni við Borgarsögusafnið í Varsjá.

Myndum verður varpað á eftirfarandi skjái:
Hilton, Suðurlandsbraut.
Húsgagnahöllin, Axlarhöfða
Sprengisandur
Þróttur

Ljósmynd: Auglýsingaskilti, Borg.
Ljósmyndari: Kristinn Guðmundsson (1934-2006)

Parity Games: Island of Winds – Skyndisýning (kl. 10-17)

Untitled-design-64-

Leikjafyrirtækið Parity Games, í samstarfi við Þjóðminjasafnið, miðlar íslenskum menningararfi á nýstárlegan hátt í gegnum tölvuleikinn Island of Winds til gesta á Menningarnótt. Tölvuleikurinn Island of Winds sækir innblástur til Íslands á 17. öld og skartar íslenskri náttúru, kynjaverum og munum frá íslenskum söfnum. Gestir geta skoðað teikningar og muni úr leiknum en einnig verður hægt að spila leikinn sjálfan, Island of Winds.

Fjölbreyttar sýningar (kl. 10-17)

Untitled-design-59-

Í safninu eru nú fimm sérsýningar sem við hvetjum gesti til að heimsækja. Þar á meðal er ljósmyndasýningin Ekki augnablikið heldur eilífðin með verkum Rúnars Gunnarssonar sem enginn ætti að missa af og sýningin Heimsins hnoss sem hlotið hefur verðskuldaða athygli.

Grunnsýningin, Þjóð verður til, er á sínum stað, en hún veitir gestum áhrifamikla innsýn í menningu þjóðarinnar. 

Sýningar í safninu 

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár. Grunnsýning. Sjá nánar hér.

Ekki augnablikið heldur eilífðin. Sýning á ljósmyndum Rúnars Gunnarssonar. Myndasalur.  Sjá nánar hér.

Ljós og leikur. Sex albúm úr eigu Ragnheiðar Bjarnadóttur. Myndaveggur.  Sjá nánar hér.

Heimsins hnoss - Lúinn kistill, silfurskeið og nærbuxur (með gati). Bogasalur.  Sjá nánar hér.

Úr mýri í málm. Tilraunir við rauðablástur og járngerðarferlið sett fram í máli og myndum. Hornið. Sjá nánar hér.

Drasl eða dýrgripir? Íslenskar umbúðir af ýmsum varningi. Þriðja hæð. Sjá nánar hér.

Ratleikir og rúnaristur fyrir alla fjölskylduna (kl. 10-17)

Hægt er að nálgast ratleiki í móttöku safnsins. Ratleikirnir gera heimsókn í safnið sérlega skemmtilega og eftirminnilega fyrir börnin.
Í fjölskyldurýminu Stofu má svo leika með leggi, búpening og ýmis leikföng í anda liðinnar tíðar.

Kaffi og kleinur (kl. 10-17)

Upplagt að setjast niður í fallegu umhverfi að loknum hasar á lóðinni og heimsókn á sýningar og njóta góðra veitinga á kaffihúsinu. Tilboð á kaffi/kakó og kleinu. 

Tilboð í Safnbúð (kl. 10-17)

Vikingaleikfong

Víkingaleikföng verða á tilboði í Safnbúð, 15% afsláttur á sverðum, skjöldum, búningum og drykkjarhornum. Aðeins í verslun á Suðurgötu. 

Öll velkomin. Enginn aðgangseyrir.

160_1_text

 


Menningarnótt