Annars konar kórónur - Annars konar kórónur

Konungskóróna, saumuð með gylltum málmþræði í patínudúk. Kórónan svífur yfir kransi sem tveir englar fljúga með á milli sín. Annar þeirra blæs úr lúðri sínum: „C 7 VIVAT“, þ.e. Lifi Kristján 7. Hinn blæs ártalinu 1785 úr sínum lúðri. Patínudúkar fylgdu patínum, þ.e. litlu diskunum sem oblátur eru látnar á við útdeilingu þeirra í kirkju. Patínudúkurinn var eins konar hlífðardúkur, lagður ofan á útdeilingaráhöldin til hlífðar því sem í þeim var.

https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=319257

Mynd 2 af 32