Annars konar kórónur - Annars konar kórónur

Kristur með þyrnikórónu á paxspjaldi úr hvalbeini, líklega frá 15. eða 16. öld. Kristur er þarna annað hvort hárlaus eða mjög stutthærður, með stuttklippt hökuskegg og kórónan minnir frekar á snúinn kaðal en þyrnigjörð. Paxspjöld voru notuð í kaþólskum messum. Í ákveðinni athöfn messunnar kyssti presturinn á spjaldið og síðan var það borið um svo allur söfnuðurinn gæti kysst á það (!!!). Um leið var sagt: „Pax vobiscum“, þ.e. friður sé með yður.

https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=329524

Mynd 28 af 32