Stofa - Rúmfjalir / Bed-boards

13463 Rúmfjöl / Bed-board(1867)

Rúmfjöl úr furu. Í miðju eru tveir grafnir hringir og í þeim stafirnir BGS og SÞD, en á milli þeirra ártalið 1867. Stafirnir eru upphafsstafir hjónanna sem fyrst hafa átt fjölina, þ.e. B… G…son og S… Þ…dóttir. Fjalarendarnir báðum megin við hringana eru skornir höfðaletri: „vertu gud ifir og allt um kring med eilífri blessan þini - sitje guds einglar saman i hring sængini ifir minni 1.5.18“. Það er bænin: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessan þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Fjölin hefur verið skorin (eða gefin) 1. maí, en tvo síðustu stafina vantar í ártalið, líklega vegna plássleysis.
Mynd 3 af 17