Stofa - Rúmfjalir / Bed-boards

1695 Rúmfjöl / Bed-board(1733)

Rúmfjöl úr furu. Efsti hluti fjalarinnar er gagnskorinn teinungum og þremur andlitum sem gætu verið englahöfuð. Í miðhlutann er skorin höfðaleturslína með böndum. Mjög erfitt er að lesa úr áletruninni því leturgerðin er mjög sérstök og stafaskil ógreinileg. Á bakhlið eru tveir skornir hringar með stöfunum ihs, sem stendur fyrir Jesús, í öðrum og EIS, upphafsstafir þess sem skar fjölina og eða þess sem fyrstur átti fjölina, þ.e. E… J…son, í hinum. Einnig ártalið ANO 1733.
Mynd 6 af 17