Stofa - Rúmfjalir / Bed-boards

3133 Rúmfjöl / Bed-board(1600-1700)

Rúmfjöl úr furu. Hún er útskorin stílfærðu munstir og tveimur hringlaga flötum með letri þar sem stendur: „HEILLER ALLAR HEIMS VM - RANN HLIOTTV AF BEINE“. Þetta er vísuupphaf: Heillir allar heims um rann, hljóttu af beini…, en meira hefur ekki komist fyrir. 3138 Rúmfjöl Ekkert ártal Rúmfjöl úr furu. Á henni er mjór laufteinungur í miðju, en ofan og neðan við hann skorið með stóru höfðaletri: „vertuiferogalltummkringm - edeilifreblessanþinesgesin“. Þ.e. Vertu yfir og allt umkring Með eilífri blessun þinni Siti guðs englar saman í hring Sænginni yfir minni.
Mynd 12 af 17