Stofa - Rúmfjalir / Bed-boards

11750 Rúmfjöl / Bed-board

Útskorin rúmfjöl með höfðaleturslínum að ofan og neðan og blaðastrengjum á milli. Í miðju er ferkantaður reitur með tveimur höfðaleturslínum og á milli þeirra er lína með tölustöfum. Í ferhyrningnum stendur: „KRISTINHE - RMADNSD OTTIRAFÞ“ Þ.e.: Kristín Hermannsdóttir á fjöl þessa. Í höfðaleturslínunum að ofan og neðan stendur: „VERTUIFIRALTUMKRINGMEDEILIFRIBLESSANÞINNISITIGUDSEG – LARSAMANHRINGSANGINNIINFRMINNIVÞMISVIAÞMIVLMEIÞSVÞSISH“ Þ.e. bænin: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessan þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Óráðið er hvað stafarunan aftast stendur fyrir, en mögulega eru þetta upphafsstafir orða, jafnvel annarrar vísu.
Mynd 2 af 17