Stofa - Rúmfjalir / Bed-boards

1767 Rúmfjöl / Bed-board(1600-1700)

Rúmfjöl úr furu. Í miðju er kringla með fangamarki Krists „ihs“, en við endana eru ferhyrningar með blómi. Beggja megin við kringluna eru höfðaleturslínur. Höfðaletrið er mjög grófgert, með tveimur böndum yfir, en er mjög læsilegt. Í efstu línu stendur: „HIONUMM / I / HUILU / ROTT / HIER / VE“ og í neðstu línu stendur: „RDE / BADUMM / GIEFE / ICKUR / GODA“. Vinstra megin við miðkringluna stendur „nott / gud / minni“ og hægra megin við miðkringluna stendur „nadum / amen“ og í miðkringlunni stendur samandregið: „ihs“. Þ.e.: Hjónum í hvílu rótt hér verði báðum. Gefi ykkur góða nótt Guð minn í náðum. Amen. ihs
Mynd 7 af 17