Fréttir: október 2018

Tæknin tekin með trukki - 8.10.2018

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, talar um tæknivæðingu á 20. öld og dregur fram ýmsar skondnar hliðar og það sem séríslenskt má teljast í þeim efnum. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin. Hún fer fram á íslensku og hefst kl. 14 sunnudaginn 14. október. Verið öll velkomin.

Lesa meira
Ljósmynd: DV

Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði hlaut Menningarverðlaun DV - 8.10.2018

Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði hlaut Menningarverðlaun DV 2017 í flokki fræðirita. Leitin að klaustrunum - klausturhald á Íslandi í fimm aldir er gefin út af Sögufélaginu í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Lesa meira