Fréttir: apríl 2021

Út fyrir þægindarammann - 29.4.2021

Linda Ásdísardóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni flytur hádegisfyrirlestur 4. maí kl. 12 í fyrirlestrasal safnsins. Linda fjallar um tilurð yfirstandi sýningar og nýútkomna bók, báðar með titilinn „Spessi 1990-2020“. Á sýningu og í bók er farið yfir 30 ára feril samtímaljósmyndarans Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar. Á fyrirlestrinum verður veitt nánari sýn á verk Spessa sem hefur skapað sér afgerandi stíl í íslenskri ljósmyndun. Val hans og efnistök eru sérstök og hann dregur gjarnan manneskjuna út fyrir þægindarammann sinn.

Lesa meira